Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Judith Júlíusdóttir fagnaði 100 ára afmæli sínu 19. mars síðastliðinn og er ánægð með gang mála í Seljahlíð. „Þetta er dásamlegt, ég er hress og kát og lifi enn á afmælissöngnum sem barnabörnin sungu fyrir mig. Þau voru úti og ég fór niður, rétt eins og þegar litlu börnin koma 17. júní og syngja fyrir okkur.“

Margt hefur á daga Judithar drifið síðan hún fæddist á Atlastöðum í Fljótavík á Hornströndum, dóttir Júlíusar Geirmundssonar, bónda og sjósóknara, og Guðrúnar Jónsdóttur. Hún var níunda í röðinni af 12 systkinum og segir æskuárin hafa verið kafla út af fyrir sig. „Ég hefði hvergi annars staðar viljað alast upp,“ segir hún og bætir við að hún hafi aldrei fundið fyrir fátækt. „Maður finnur ekki fyrir því sem maður þekkir ekki. Allir voru ánægðir með sitt. Við höfðum nóg að borða, vorum bæði með sjóinn og landbúnaðinn.“ Hún áréttar að allir af sinni kynslóð hafi verið ánægðir

...