Vegna samkomubanns ganga greiningar á myglusveppum mun hægar fyrir sig en venjulega og er viðbúið að biðtími eftir niðurstöðum lengist nokkuð. Þetta kemur fram á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar.

Stofnunin býður upp á greiningu á myglusveppum fyrir almenning og fyrirtæki. Greiningar fara fram á starfsstöð á Akureyri og er æskilegt að haft sé samband við sveppafræðing símleiðis áður en sýni er sent til greiningar. Eins og hjá mörgum öðrum opinberum stofnunum hefur afgreiðslu NÍ verið lokað, en svarað er í síma.