Halla Gunnarsdóttir
Halla Gunnarsdóttir

Halla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og tekur við af Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin fimm ár.

Halla Gunnarsdóttir er menntuð sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands og er með M.A. próf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur m.a. starfað sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum frá árinu 2018, sem skrifstofustjóri Women‘s Equality Party í Bretlandi, aðstoðarmaður ráðherra hér á landi og blaðamaður á Morgunblaðinu. Þá hefur hún leitt stefnumótandi nefndir á vegum stjórnvalda, meðal annars sem tengjast baráttu gegn ofbeldi og málefnum útlendinga.