Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Seðlabanki Íslands treystir sér ekki í núverandi ástandi til að gefa út nýja hagspá. Nýverið lýsti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri því yfir að hagspá sem kynnt var í febrúar síðastliðnum væri úrelt vegna gríðarlegra áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar um heim allan.Hins vegar birti bankinn í gær tvær sviðsmyndir sem hann telur sennilegt að rætist varðandi þróun efnahagsmála. Önnur gerir ráð fyrir 2,4% efnahagssamdrætti. Hin gerir ráð fyrir 4,8% samdrætti. Í febrúar hafði bankinn gert ráð fyrir 0,8% hagvexti og í október 2019 var spáin upp á 1,6% hagvöxt.

„Í báðum sviðsmyndum er reyndar að ferðamönnum fækkar hér á næstu mánuðum um 90% frá í fyrra. Munurinn á milli þessara tveggja mynda er hversu lengi það varir. Í mildari myndinni bjargast eitthvað af sumrinu og það tekur við einhver smávegis bati á seinni hluta ársins en í þeirri dekkri varir þetta ástand lengur og batinn verður

...