Fyrirhugað er að stækka friðlandið í Flatey á Breiðafirði og hefur Umhverfisstofnun kynnt þau áform, en Reykhólahreppur og landeigendur standa einnig að kynningunni. Friðlýsingin miðar að því að varðveita einkenni og sérstöðu svæðisins, en austurhluti Flateyjar var friðlýstur 1975 vegna fuglaverndar. Vísindalegt gildi svæðisins er metið hátt.

Stækkunin nær yfir austurhluta eyjarinnar ásamt eyjum og hólmum sunnan við Flatey. Líffræðileg fjölbreytni svæðisins er mikil, en þar er að finna fjölskrúðugt fuglalíf sem byggist m.a. á fjölbreyttu fæðuframboði, miklum fjörum og takmörkuðu aðgengi rándýra að svæðinu, segir m.a í kynningu Umhverfisstofnunar. aij@mbl.is