Anna Júlíusdóttir fæddist að Dynjanda í Arnarfirði þann 26. júlí árið 1930. Hún lést 28. febrúar 2020.

Foreldar hennar voru Júlíus Pálsson og Ragnhildur Jónsdóttir.

Anna átti átta alsystkini og tvö hálfsystkini samfeðra.

Fjölskyldan bjó síðar að Gljúfurá og Kalstöðum.

Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Anna Júlíusdóttir, tengdamóðir mín, hefur kvatt okkur.

Kynni okkar hófust fyrir nokkrum áratugum, þegar ég kom inn í fjölskyldu Bjarna Jörundssonar og Önnu Júlíusdóttur, en Bjarni féll frá árið 1990.

Það var alltaf notalegt að koma á heimili Bjarna og Önnu en eftir andlát hans bjó Anna allan sinn tíma á Seljabrautinni. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Ísafold.

Anna var á margan hátt litrík persóna. Hún var föst fyrir og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Undir niðri

...