Heilbrigðisstarfsfólk önnum kafið.
Heilbrigðisstarfsfólk önnum kafið.
Mörg fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk og aðra í framvarðasveit í baráttu við kórónuveiruna. Þannig hefur Ölgerðin fært öllum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu drykkjarvörur. Dominos færði stöðvunum veglega inneign, ásamt því að gefa heilbrigðisstarfsfólki góðan afslátt út aprílmánuð hið minnsta. Hlöllabátar buðu öllu starfsfólki Landspítala bát að eigin vali. Nings hefur boðið heilbrigðisstarfsfólki 50% afslátt á úttekt allt að 10 þúsund kr. gegn framvísun starfsmannaskírteina. Þá sendi Valdís starfsfólki sýkla- og veirufræðideildar ís um helgina, svo dæmi séu tekin.