Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Nokkrir gististaðir eru nú til sölu í miðborg Reykjavíkur. Dæmi um þetta má sjá á grafinu hér til hliðar.

Misjafnt er hvenær eignirnar komu á sölu. Því er ekki hægt að fullyrða hvort breytingar á markaði eigi þátt í þeirri ákvörðun eigenda að setja eignirnar á sölu.

Erlendum ferðamönnum fækkaði um 300 þúsund í fyrra. Meginskýringin er fall WOW air 28. mars 2019.

Ferðaþjónustan varð svo fyrir enn þyngra höggi um miðjan mars þegar ferðabann var sett vegna kórónuveirufaraldursins. Óvíst er hvenær því verður aflétt.

Tekur minnst sex mánuði

Árni Valur Sólonsson, hóteleigandi og stjórnarmaður hjá Fyrirtækjum í hótel- og gistiþjónustu (FHG), segir hægt að draga lærdóm af áhrifum hryðjuverkaárása og annarra veirufaraldra á ferðaþjónustu. Til dæmis árásunum á

...