Steingrímur Baldursson, prófessor emeritus, fæddist 9. febrúar 1930. Hann lést 2. apríl 2020.

Útför Steingríms fór fram í kyrrþey 14. apríl 2020.

Kveðja frá Raunvísindastofnun Háskólans

Steingrímur Baldursson prófessor sat í fyrstu stjórn Raunvísindastofnunar Háskólans fyrir rúmum fimmtíu árum. Auk hans sátu í stjórninni þeir Þorbjörn Sigurgeirsson, Leifur Ásgeirsson, Þorsteinn Sæmundsson og Magnús Magnússon, sem var formaður. Steingrímur var ráðinn prófessor í efnafræði við læknadeild Háskóla Íslands árið 1960 en færðist til verkfræði- og raunvísindadeildar árið 1974 þegar áherslum á raungreinar óx ásmegin. Rannsóknir hans voru á sviði tölfræðilegrar varmafræði og skammtafræði.

Steingrímur kenndi löngum eðlisefnafræði við efnafræðiskor Raunvísindadeildar. Allir nemendur hans minnast kennslustunda hans og langflestir með mikilli hlýju og aðdáun. Hann gekk stundum

...