Eftir Vilhjálm Bjarnason: „Þess eru einnig dæmi að umræðan komist á lágkúrulegt plan, svo lágkúrulegt að það getur varla talist skítkast, miklu fremur mykjudreifing.“
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

„Mannssálin hneigist að hinu ótrúlega en efar hið trúlega.“

Það er hluti af lýðræðinu að skiptast á skoðunum. Í sal Alþingis fer fram lýðræðisleg umræða. Sú umræða er stundum nokkuð merkileg því þess eru dæmi að alþingismenn vandi málflutning sinn með því að afla staðreynda og upplýsinga um það mál sem er til umræðu, þannig að þeir sem á hlýða verða nokkurs vísari eftir umræðuna. Þess eru einnig dæmi að umræðan komist á lágkúrulegt plan, svo lágkúrulegt að það getur varla talist skítkast, miklu fremur mykjudreifing.

Uppeldi í stjórnmálum

Það var árið 1968 að stjórnmálalegt uppeldi mitt hófst. Áður hafði stjórnmálaáhugi mótast af tilfinningu barns. Þá var ég aðeins 16 ára gamall og hafði því ekki kosningarétt. Það ár fóru fram forsetakosningar. Annar frambjóðandinn var mikill vinur föður míns, skólabróðir og spilafélagi. Mér var stranglega bannað að tala illa um hinn frambjóðandann í...