Hjónin Jóninna Margrét Pétursdóttir og Reynir Mar Guðmundsson létust á Landspítalanum í Fossvogi hinn 23. mars og 2. apríl síðastliðinn.

Jóninna fæddist hinn 4. júní 1948 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Pétur Pétursson, sjómaður frá Tjörn á Skaga, f. 26. maí 1906, d. 18. júní 1990, og Sigríður Hansína Hannesdóttir frá Keflavík, f. 2. september 1924, d. 4. maí 2015. Hún bjó í foreldrahúsum í Hafnarfirði og síðar í Kópavogi þar til hún fór í húsmæðraskólann á Staðarfelli. Eftirlifandi systkini Jóninnu eru Vilhjálmur Björn Hannes Roe, f. 8. des. 1943, Guðmundur, f. 10. nóvember 1949, og Guðrún Maríanna, f. 11. júní 1953.

Reynir var frá Geirshlíð í Flókadal. Foreldrar hans voru Guðmundur Bergsson frá Lundi í Stíflu, Skagafirði, síðar bóndi í Hvammi, Ölfusi, f. 2. júní 1915, d. 26. júní 2000, og Ljótunn Jónsdóttir, saumakona frá Geirshlíð í Flókadal, Borgarfirði, f. 16. apríl 1914, d. 7. september 2008. Hann flutti ungur með móður sinni

...