Sviðsljós

Guðmundur Magnússon

gudmundur@mbl.is

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins fer stöðugt batnandi. Þó er enn víða pottur brotinn. Alvarlegt er hve rafræn skjalavarsla ríkisins er skammt á veg komin.

Þetta eru meginniðurstöður nýlegrar eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins. Könnunin var gerð í febrúar en kynnt á vef safnsins í byrjun þessarar viku og er skýrsla um hana þar aðgengileg. Í skýrslunni eru upplýsingar um könnunina, tölulegar niðurstöður og umfjöllun um helstu ályktanir og niðurstöður. Þar eru einnig tillögur til úrbóta og nefnt hver gætu verið næstu skref í skjalamálum ríkisins. Frá árinu 2012 hafa slíkar eftirlitskannanir verið gerðar á fjögurra ára fresti.

Miðað við fyrri eftirlitskannanir, sem gerðar voru árin 2012 og 2016, fer skjalavarsla og -stjórn batnandi sem fyrr segir. Störfum skjalastjóra hefur fjölgað

...