Öngþveiti Haraldsen fréttastjóri upplifði hreint áfall á Hróarskeldu árið 2000.
Öngþveiti Haraldsen fréttastjóri upplifði hreint áfall á Hróarskeldu árið 2000. — Ljósmynd/Stian Haraldsen

„Ég fór fyrst á Hróarskelduhátíðina sumarið 1999 og varð hugfanginn um leið,“ segir Stian Haraldsen, fréttastjóri hjá norska ríkisútvarpinu NRK, í samtali við Morgunblaðið þegar hann rifjar upp skelfilegan atburð á hátíðinni 30. júní árið 2000, þegar níu hátíðargestir krömdust til bana við aðalsvið hátíðarinnar á tónleikum bandarísku þungarokksveitarinnar Pearl Jam fyrir 20 árum upp á dag.

„Hátíðin 2000 byrjaði alveg eins og 1999. Þetta risastóra hátíðarsvæði, tónleikar heimsþekktra listamanna frá hádegi til miðnættis og stemmningin maður, ímyndaðu þér,“ rifjar Haraldsen upp. „Ég man svo vel eftir hátíðinni 2000,“ segir fréttastjórinn dreyminn, „við keyptum okkur fánastangir svo við gætum flaggað á tjaldstæðinu okkar og ég man hve við hlökkuðum til fimmtudagsins og fyrstu tónleikanna.“ Viðtalið við Haraldsen má lesa í heild sinni á mbl.is.