Sleggjukast

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Vigdís Jónsdóttir úr FH og ÍR-ingurinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir eru tveir bestu sleggjukastarar Íslands frá upphafi. Vigdís bætti Íslandsmetið á Origo-móti FH í Kaplakrika á laugardag er hún kastaði 62,58 metra og bætti eigið met um 20 sentímetra. Elísabet var aðeins 16 ára gömul þegar hún bætti þágildandi Íslandsmet Vigdísar á kastmóti UMSB í Borgarnesi í maí á síðasta ári, en hún kastaði þá 62,16 metra.

Kepptu þær báðar á Innanfélagsmóti ÍR í Laugardalnum í síðustu viku og þá hafði Elísabet betur, en hún kastaði 61,58 metra og Vigdís 61,49 metra. Morgunblaðið ræddi við Vigdísi og Elísabetu og viðurkenndu þær báðar að ákveðinn rígur hefði myndast á milli þeirra undanfarið og er baráttan um Íslandsmetið hörð.

Guð minn góður, já

„Það er rígur þarna á milli og við reynum að hrista upp

...