Eftir Guðmund Karl Jónsson: „Við þennan kostnað ráða sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu aldrei, allra síst Reykjavík.“
Guðmundur Karl Jónsson
Guðmundur Karl Jónsson

Í meira en þrjá áratugi hafa verið kynntar vitlausar hugmyndir um að flugvallarlest þjóti af stað úr Vatnsmýri í gegnum 20 km löng neðanjarðargöng undir höfuðborgarsvæðið, aðra leiðina á 10-15 mínútum milli BSÍ og Leifsstöðvar.

Alltaf snúast andstæðingar Reykjavíkurflugvallar gegn öllum tilraunaborunum sem hefði fyrir löngu átt að ráðast í, til að fá svör við spurningunni um hvort jarðgangagerð undir höfuðborgarsvæðið sé of kostnaðarsöm, áhættusöm og alltof tímafrek. Hrós mitt fær Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, sem ítrekaði andstöðu sína gegn borgarlínunni og fluglestinni.

Eftir borgarstjórnarskiptin sem fram fóru 1994 hafa fulltrúar vinstriflokkanna forðast óþægilegar spurningar um hvort jarðgangagerð fyrir flugvallarlestina geti valdið jarðsigi í íbúðahverfum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Hér verður ekki betur séð en að hætta á jarðskjálftum undir höfuðborgarsvæðinu skipti

...