Jónasína Þórey Guðnadóttir fæddist 25. október 1935. Hún lést 30. júní 2020.

Útför hennar fór fram í kyrrþey.

Mér fannst mjög fróðlegt að kynnast Jónasínu Guðnadóttur, og heyra um störf hennar. Hún hafði snemma valið sér að verða hjúkrunarkona, hafði starfað víða, hjá ýmsum sjúkrastofnunum víða um landið og haft kynni af mörgu fólki.

Við hittumst vikulega í næstum fimm ár og röbbuðum saman í stofunni hennar, lengst af í Furugerði í Reykjavík. Veggirnir þar voru prýddir myndum af skyldmennum, lifandi og liðnum. Virðulegt skatthol sem faðir hennar hafði smíðað setti svip á stofuna. Minjagripir frá ferðalögum hennar um heiminn héngu þarna líka. – Reyndar hafði ég á árum áður séð Jónasínu á fundum Rauða krossins og við tekið tal saman, áður en hún varð „gestgjafi“ minn. Hún hafði sjálf verið heimsóknarvinur í mörg ár.

Hún var sem sagt trygg uppruna sínum og skyldfólki, en

...