Arnheiður (Heiða) Árnadóttir fæddist 23. ágúst 1937. Hún lést 14. júlí 2020.

Útförin fór fram frá Árbæjarkirkju 22. júlí 2020.

Það eru rúmir fjórir áratugir síðan ég sá Heiðu fyrst. Ég er í heimsókn hjá Guðrúnu vinkonu minni í sólstofunni í Hraunbænum. Kötturinn Guðrúndur malar úti í horni, innan um framandleg tré og blóm, eitthvað gott er á fóninum. Heiða og Teddi taka gestunum opnum örmum, ævinlega gestrisin. Heiðu fellur aldrei verk úr hendi. Ýmist heyrist lágvært suð í saumavélinni eða að hún er með peysu á prjónunum. Og óteljandi heimsóknir í Glæsibæinn eru allar jafnánægjulegar. Blíða brosið hennar Heiðu á sínum stað. Kræsingar á borðum, lambalæri með öllu tilheyrandi og gulrótarbrauðið sem hún bakaði svo oft – og var fljót að því. Hún sparar heldur ekki rifsberjahlaupið sem hún hefur gert sjálf úr berjum úr garðinum og oftar en ekki laumar hún krukku að gestinum að skilnaði.

Ég

...