Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir lög nr. 57/2020 um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar hafa mikla þýðingu fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem þegar hafi orðið fyrir miklu tekjutapi og verði enn um ókomna tíð.

„Nú höfum við fengið lagaramma til þess að koma ferðaþjónustufyrirtækjum, eða þeim sem tapa miklu fé [vegna faraldursins] í skjól til þess að endurskipuleggja fjárhaginn. Ég tel að þetta framtak Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG) að fá gott álit á réttarstöðu þeirra í kjölfar faraldursins hafi gert það að verkum að það eru almennt miklu rólegri samskipti milli ferðaþjónustufyrirtækja og fjármálafyrirtækja,“ segir Sigurður.

Vísar hann til álitsgerðar sem Viðar Már Matthíasson, fyrrverandi hæstaréttardómari og rannsóknarprófessor við lagadeild Háskóla Íslands, vann fyrir FHG, en Viðar

...