Yfirvöld kynntu í fyrradag nýjar og hertar ráðstafanir í baráttunni við kórónuveiruna, sem því miður hafði tekið að láta á sér kræla á nýjan leik. Meðal ráðstafana var að taka upp 2 metra reglu en þar sem ekki væri hægt að tryggja hana „verði krafist notkunar andlitsgrímu“, sagði í tilkynningu. Þar sagði enn fremur að þetta ætti „t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur“.

Strætó dró eðlilega þá ályktun að þeir sem hygðust ferðast með vögnunum yrðu að bera andlitsgrímur og kynntu þá reglu í gærmorgun. Sú tilkynning kom raunar eftir að fulltrúar yfirvalda höfðu skýrt grímuregluna á þann hátt að ekki væri þörf á grímu í strætó.

Allt var þetta mjög ruglingslegt og ekki batnaði það þegar strætó tilkynnti síðar í gær að grímuskyldan hefði verið dregin til baka samkvæmt tilmælum almannavarna.

Komið hafa fram skýringar á þessu, en eftir stendur þó að erfitt er að sjá hvers vegna ekki er

...