Eftir Kristján Baldursson: „Það virkar því einkennilega að kirkjan skuli vera að auglýsa útlitsmynd af Jesú sem dregur athygli að útlitinu fremur en boðskapnum.“
Kristján Baldursson
Kristján Baldursson

Það virðist einkennileg nálgun hjá þjóðkirkjunni til að auka vinsældir kirkjunnar að auglýsa Jesú Krist með brjóst.

Eins og útlit frelsarans sé aðalatriðið. Og leggja áherslu á að Frelsarinn hafi verið „allskonar“. Þessi málflutningur dregur athyglina að útliti meira en manngildinu og þeim yfirburðum er Kristur hafði sem höfundur trúarbragða hins vestræna heims.

Það er mín skoðun að þessi nálgun kirkjunnar til vinsælda sé ekki vel fallin til þess að ná árangri heldur komi til með að hafa þveröfug áhrif og særa marga.

Það eru örugglega margar myndir sem fólk gerir sér í hugarlund um sinn kæra meistara. Samkvæmt heimildum Nýja testamentisins rúmaði boðskapur Krists alla menn óháð útliti og þjóðfélagsstöðu.

Það virkar því einkennilega að kirkjan skuli vera að auglýsa útlitsmynd af Jesú, sem dregur athygli að útlitinu fremur en boðskapnum.

Það særði marga múslima þegar skrípamyndir

...