Úr Leifsstöð
Úr Leifsstöð

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo erlenda karlmenn í fangelsi fyrir stórfelldan sígarettustuld úr fríhafnarverslunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mennirnir tveir, annar lettneskur ríkisborgari og hinn litháískur, voru fundnir sekir um að hafa, í félagi við tvo aðra menn, ítrekað keypt sér flugmiða, innritað sig í flug, farið í fríhafnarverslanirnar og tekið þar sígarettukarton ófrjálsri hendi. Þeir yfirgáfu síðan flugstöðina án þess að fara inn í flugvélarnar.

Annar mannanna var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela samtals 93 kartonum af sígarettum sem voru metin á 602 þúsund krónur en maðurinn fór í átta skipti í fríhöfnina á tímabilinu frá júní til ágústloka árið 2018 þegar mennirnir voru handteknir. Var maðurinn jafnframt dæmdur til að greiða Fríhöfninni ehf. 602 þúsund krónur í bætur.

Hinn maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið 66 kartonum af sígarettum, samtals að verðmæti 438

...