Skilagjald Baggar með dósum í Knarrarvogi, en á rúmum 30 árum hafa 43 milljarðar verið endurgreiddir.
Skilagjald Baggar með dósum í Knarrarvogi, en á rúmum 30 árum hafa 43 milljarðar verið endurgreiddir. — Ljósmynd/Endurvinnslan

Ágúst Ingi Jónsson

aij@mbl.is

Fyrri hluta ársins var hlutfall umbúða drykkjarvara sem skilað var til Endurvinnslunnar hærra en nokkru sinni. Á þessu tímabili voru skilin um 93% af seldum einingum, en þau hafa aðeins einu sinni áður verið í námunda við þetta hlutfall og yfirleitt verið 83-89% á sama tímabili ársins.

Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, gerir sér vonir um að hlutfallið í árslok verði um 90% . Hlutfallslega séu skilin mest í ársbyrjun, en lækki síðan er líður á árið. „Endurvinnslan hf. hefur sett sér markmið um að ná 90% skilum í áli og plasti og 85% í gleri,“ segir Helgi.

Hann segir að markmiðin séu metnaðarfull og ef litið sé til hinna Norðurlandaþjóðanna þá séu skil í skilakerfum þeirra oft 86-87% miðað við sama vinnulag og er hér á landi. „Umhverfisávinningur af endurvinnslu er mikill og kemur einnig í veg fyrir sóun á hráefni og rusl

...