Baksvið

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Fimm framboðslistar eru í boði við kosningar til sveitarstjórnar hins sameiginlega sveitarfélags á Austurlandi. Kosningarnar fara fram á laugardag. Ný sveitarstjórn tekur við eftir kosningar og starfar aðeins fram að næstu sveitarstjórnarkosningum, eða í rúmlega eitt og hálft ár.

Sameining Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps á sér langan aðdraganda. Eftir mikinn undirbúning voru tillögur sameiningarnefndar lagðar fyrir íbúana í atkvæðagreiðslu sem fram fór 26. október á síðasta ári og var sameining samþykkt í öllum fjórum sveitarfélögunum. Boðað var til kosninga til nýrrar sveitarstjórnar 18. apríl en þeim var síðan aflýst á síðustu stundu vegna samkomutakmarkana og óvissu í kórónuveirufaraldri. Nú á að reyna aftur.

Reynt fólk í framboði

Ekki er að...