Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Mér finnst þetta alvarlegt mál en það er því miður lýsandi fyrir þá óreiðu sem er í skipulagsmálum í borginni. Það er enginn fókus á það sem fólkið og markaðurinn kallar eftir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Tillaga Sjálfstæðisflokksins um skipulagningu hagkvæms húsnæðis fyrir almennan markað á Keldum og í Örfirisey var felld á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, benti á að samið hafi verið um að skipuleggja íbúðabyggð á Keldnalandinu í fyrra en enn hafi ekkert gerst. Ekki sé staðið við skuldbindingar sem felist í samgöngusáttmálanum né lífskjarasamningnum. Vísar Eyþór þar til plaggs um stuðning stjórnvalda við lífskjarasamninga þar sem segir: „Ríkið og Reykjavíkurborg komist að samkomulagi um að hefja skipulagningu Keldnalands, m.a. með markmiðum um félagslega blöndun, og semji í framhaldinu um eignarhald og framkvæmdir.“

...