Fréttaskýring

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Í nóvember 2017 var auglýst breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur. Í henni fólst að framtíðarstaðsetning Björgunar ehf. verði í Álfsnesvík við Þerneyjarsund og þar verði vinnslusvæði fyrir ómengað jarðefni úr sjó, landfylling og höfn fyrir sanddæluskip félagsins. Starfsemi Björgunar var áður í Sævarhöfða en stafsemi var hætt þar í fyrra.

Þessi skipulagsbreyting mætti strax nokkurri andstöðu. Í bréfi Minjastofnunar Íslands, sem dagsett er 17. júlí 2018, beinir hún þeim tilmælum til Reykjavíkurborgar, á grunni upplýsinga úr uppfærðri fornleifaskráningu Borgarsögusafns, að fundin verði önnur staðsetning fyrir starfsemi Björgunar. Byggði Minjastofnun tilmæli sín á að svæðið væri hluti af einstakri minjaheild með minjum um verslun, útveg og landbúnað.

Í framhaldinu ákvað Reykjavíkurborg að skoða hvort mögulegt væri að grípa

...