Fræsöfnun Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra aðstoðaði Guðna Th. Jóhannesson forseta við að tína fræ á Bessastöðum í gær.
Fræsöfnun Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra aðstoðaði Guðna Th. Jóhannesson forseta við að tína fræ á Bessastöðum í gær. — Morgunblaðið/Eggert

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Öllu birkifræinu sem safnast á höfuðborgarsvæðinu í haust verður sáð á skógræktarsvæði Kópavogs í Lækjarbotnum. Fólki gefst kostur á að koma til að sá fræi sem það hefur safnað eða fræi sem skilað hefur verið á móttökustöðvar.

Landsátak til útbreiðslu birkiskóga hófst í gær með því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tíndi fræ af trjám í nágrenni Bessastaðakirkju og setti í öskju sem átakið leggur til.

Skógræktin og Landgræðslan standa fyrir verkefninu og hafa fengið til liðs við sig nokkur fyrirtæki, félagasamtök og Kópavogsbæ. Hægt er að fá söfnunaröskjur á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Terru og í verslunum Bónuss og skila fræinu af sér á sömu stöðum.

Fræinu verður dreift á völdum svæðum, sem friðuð hafa verið fyrir beit, í öllum landshlutum. Allt fræ sem safnast á höfuðborgarsvæðinu verður notað til sáningar á örfoka landi

...