Kynning Tíminn tifar hjá Icelandair þessa dagana og forstjórinn, Bogi Nils Bogason, fylgdist með klukkunni á fundi með fjárfestum sem haldinn var í gær.
Kynning Tíminn tifar hjá Icelandair þessa dagana og forstjórinn, Bogi Nils Bogason, fylgdist með klukkunni á fundi með fjárfestum sem haldinn var í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Freyr Bjarnason

Oddur Þórðarson

Sighvatur Bjarnason

Á ögurstundu freistar Icelandair þess að afla að lágmarki 20 milljarða króna í nýju hlutafé, til að tryggja áfamhaldandi rekstur eftir mikil áföll sökum faraldurs kórónuveirunnar.

Hlutafjárútboð félagsins hófst kl. níu í gærmorgun og klukkustund síðar steig Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í pontu á opnum kynningarfundi þar sem hann fór yfir stöðu félagsins og hvers fjárfestar megi vænta um framtíðarhorfur. Fámenni var á fundinum en hægt var að hlýða á kynningar um streymi.

Þrátt fyrir langan aðdraganda hefur farið hljótt um mögulega þátttöku í útboðinu og enginn stór fjárfestir steig fram fyrir skjöldu í gær og lýsti yfir áformum um kaup.

Beri fullt traust til starfsmanna

Öll spjót hafa beinst að lífeyrissjóðunum, sem í dag eru stærstu...