Eftir Salvöru Nordal: „Staða íslenskra barna er mun lakari en hefði mátt vænta því Ísland lendir í sæti 24 af 38 með tilliti til andlegrar líðanar, líkamlegrar heilsu og náms- og félagsfærni.“
Salvör Nordal
Salvör Nordal

Fyrir skömmu kynnti rannsóknarstofnun UNICEF á Ítalíu skýrslu sem ætlað er að leggja mat á velferð barna í efnameiri ríkjum heims með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Birtur er samanburður milli fjörutíu og eins ríkis OECD og Evrópusambandsins. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að hafa tiltæk úrræði og þjónustu eru mörg ríki ekki að framfylgja stefnu sinni til fulls og ná þess vegna ekki að veita öllum börnum tækifæri til þess að þroska hæfileika sína.

Það veldur áhyggjum að staða íslenskra barna er mun lakari en hefði mátt vænta því Ísland lendir í sæti 24 af 38 með tilliti til andlegrar líðanar, líkamlegrar heilsu og náms- og félagsfærni. Við erum þar talsvert á eftir þeim ríkjum sem við viljum helst bera okkur saman við, má þar nefna að aðrar Norðurlandaþjóðir eru allar á meðal tíu efstu ríkja listans. Eins og við er að búast stendur Ísland vel í tilteknum mælingum er lúta að líkamlegri heilsu, s.s. aðgengi

...