Helga Sigurbjörnsdóttir, fv. leikskólastjóri, fæddist 23. ágúst 1943 á Buðlungavöllum í Vallahreppi í S-Múlasýslu. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 1. nóvember 2020.

Foreldrar Helgu voru Sigurbjörn Pétursson, bóndi á Hafursá, f. 1915, d. 1978, og Kristín María Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 1918, d. 1985. Eftirlifandi systkini Helgu eru Kolbrún, f. 1940, Sigríður Ingileif, f. 1941, Sveinn, f. 1945, Pétur Karl, f. 1946, Þorkell, f. 1947, Bergþóra, f. 1949, og Brynjólfur, f. 1951.

Eftirlifandi eiginmaður Helgu er Björn Sverrisson, fv. eldvarnaeftirlitsmaður og varaslökkviliðsstjóri, f. 18. desember 1937. Foreldrar Björns voru Sverrir Björnsson, f. 1911, d. 2000, og Sigríður Hjálmarsdóttir, f. 1918, d. 2011. Synir Helgu og Björns eru: 1) Sigurbjörn, f. 1963, maki Hallfríður Bára Jónsdóttir, f. 1964. Þeirra dætur eru Helga, f. 1992, og Anna Jóna, f. 1997, d. 2014. 2) Sverrir Björn, f. 1965, maki Sonja Margrét

...