Gunnar Árni Sveinsson fæddist 15. desember 1939 á Blöndubakka í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi 3. nóvember 2020.

Foreldrar hans voru Teitný Guðmundsdóttir frá Kringlu, f. 23. september 1904, d. 28. febrúar 2000 og Sveinn Kristófersson, oft kenndur við Blöndubakka, f. 24. júní 1897, d. 9. maí 1991. Systkini Gunnars voru Guðmundur Einar, f. 1928, d. 2004 og Elínborg Anna, f. 1938, dáin sama ár.

Hinn 31. desember 1962 kvæntist Gunnar eftirlifandi eiginkonu sinni, Hjördísi Báru Þorvaldsdóttur, f. 11. ágúst 1941. Foreldrar hennar voru Helga Sigríður Valdimarsdóttir, f. 1913, d. 1993 og Þorvaldur Þórarinsson, f. 1899, d. 1981. Fósturfaðir hennar var Rögnvaldur Sumarliðason, f. 1913, d. 1985. Börn Gunnars og Báru eru 1) Gunnar Þór Gunnarsson, f. 20. febrúar 1962. Eiginkona hans er Bryndís Björk Guðjónsdóttir, f. 1965. Dætur þeirra eru Tinna Björk, f. 1985 og Katla Björk, f. 2000. Eiginmaður Tinnu Bjarkar er

...