Bryndís Ísfeld Ingvarsdóttir fæddist í Holti, Reyðarfirði 19. janúar 1952. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupstað 14. nóvember 2020.

Foreldrar hennar voru Lára Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 1923, d. 2015, og Ingvar Ísfeld Ólason, f. 1918, d. 1983. Systkini Bryndísar eru Óla Björk, f. 1942, Kristinn Þór, f. 1944, Inga Hólmfríður, f. 1946, Nína Guðmunda, f. 1947, Víðir Ísfeld, f. 1949, Jenný Björg, f. 1950, Ómar Sigurgeir, f. 1953, Bjarney Linda, f. 1954, Sigmar Atli, f. 1955, og Lára Ingibjörg, f. 1956.

Árið 1973 giftist Bryndís Markúsi Guðbrandssyni, f. 1945. Foreldrar hans voru Guðbrandur Pálsson, f. 1911, d. 1953, og María Markúsdóttir, f. 1915, d. 1962.

Börn Bryndísar og Markúsar eru: 1) María, f. 1974, gift Jónasi Björnssyni, f. 1967.Börn þeirra eru Björn Ísfeld, f. 2004, og Bryndís Huld, f. 2008. Dætur Jónasar af fyrra hjónabandi eru Veronika Kristín, f. 1990, og Hekla, f. 1995. Þær eiga börnin

...