Guðbjörg Karlsdóttir fæddist 22. mars 1940 í Borg í Reykhólasveit. Hún lést á líknardeild Landspítalans 10. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Karl Árnason og Unnur Halldórsdóttir á Kambi. Systkini Guðbjargar eru þau Sumarliði, Jóhanna, Sumarliði, Sigrún Dúna, Halldór og Björgvin Karlsbörn. Sumarliði eldri og Jóhanna eru látin.

Eftirlifandi eiginmaður Guðbjargar er Kristján Sigvaldi Magnússon, f. 13. desember 1935 að Skógum í Þorskafirði. Þau gengu í hjónaband hinn 20. janúar 1961 og bjuggu alla sína búskapartíð í Gautsdal. Börn þeirra eru Magnús, Karl, Unnur Björg, Bryndís og Eygló Baldvina Kristjánsbörn og fósturdóttirin Bryndís Gyða Jónsdóttir Ström. Hún lést árið 2006. Barnabörnin eru fimm og barnabarnabörnin fjögur.

Guðbjörg bjó í Borg til sex ára aldurs ásamt foreldrum sínum og systkinum sem þá voru fædd. Fjölskyldan flutti að Kambi árið 1946 og þar bjó hún allt til ársins 1960 er hún hóf að

...