Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Draumar eru stór hluti af vitundarlífi okkar og þeir eru enn samofnir menningunni. Draumar lýsa upp djúpið innra með okkur og allt sem þeim tengist er ekki svo fjarlægt í nútímanum, ég hef fengið símtöl eftir að bókin mín kom út þar sem fólk segir mér frá draumum sínum, að bókin hafi opnað á þá,“ segir Ófeigur Sigurðsson rithöfundur sem nýlega sendi frá sér bókina Váboðar, en þar koma draumar og fuglar m.a. mikið við sögu.

„Þetta eru smásögur og sagnaþættir úr fortíð, nútíð og framtíð, ég var að vinna með hefð alþýðuskrifa og frásagna en þessa bók langaði til að verða skáldsaga. Ég reyndi að halda henni í skorðum, en sögurnar vildu tengjast og sama fólkið og atburðir koma fyrir í fleiri en einni sögu.“

Þegar Ófeigur er spurður að því hvort hann lesi í sína eigin drauma, segist hann vera að æfa sig í því.

„Okkur á heimilinu finnst gaman

...