Flóttamannastraumur til Evrópu hefur verið mikill á liðnum árum og á meginlandinu hafa áhyggjur vaxið mjög að undanförnu og umræður um að grípa þurfi til hertra aðgerða sömuleiðis. Landamæri þykja of opin, ekki aðeins ytri landamæri heldur einnig þau innri, enda eiga flóttamenn greiða leið á milli landa hafi þeir komist inn á Schengen-svæðið, sem flest ríki Evrópusambandsins eru á og Ísland einnig.

Morgunblaðið sagði fréttir af því í vikunni að umsækjendum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum en sækja engu að síður um slíka vernd hér á landi hefði fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Sem dæmi hefði 71 Palestínumaður af þeim 73 sem sótt hefðu um alþjóðlega vernd hér á landi í september og október þegar fengið slíka stöðu í öðrum Evrópuríkjum. Umsækjendur frá Palestínu eru nú orðnir fjölmennastir þeirra sem sækja um vernd hér á landi.

Þeir sem svo er ástatt um eiga ekki rétt á vernd hér, en engu að síður fer í gang

...