Alþingi hlýtur að ræða þá stöðu sem uppi er

Breytingar á fréttum Stöðvar 2 hafa vakið nokkra athygli og viðbrögðin benda til að margir séu farnir að átta sig á að það sem rætt hefur verið um stöðu fjölmiðla hér á landi er raunveruleiki sem ríkið verður að bregðast við, enda ber það mesta ábyrgð á því hvernig komið er.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í gær í samtali við mbl.is að Ríkisútvarpið kostaði ríkissjóð fimm milljarða og hefði aðra tvo í auglýsingatekjur. „Við fjárlagagerðina kom kvörtun úr Efstaleiti og það voru umsvifalaust reiddar fram 400 milljónir aukalega. Ég man ekki eftir annarri stofnun sem hefur fengið slíkar trakteringar. Ég tel að ýmislegt hafi gengið á sem ekki er fullrætt,“ sagði Þorsteinn.

Þetta eru umhugsunarverð ummæli og ekki síður þau ummæli Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að flokkurinn telji að taka beri Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en að hann eigi von á að sjálfstæðismenn muni í grófum dráttum, eins og

...