Sigmundur Sigfússon fæddist í Reykjavík 26. júlí 1945. Hann lést að heimili sínu 29. janúar 2021. Foreldrar hans voru Anna Guðrún Frímannsdóttir húsmóðir og saumakona, f. 20. apríl 1912 á Hamri á Þelamörk, d. 9. október 1995, og Sigfús Björgvin Sigmundsson barnakennari, f. 11. apríl 1905 í Gunnhildargerði í Hróarstungu, d. 14. janúar 1990. Foreldrar Önnu voru hjónin Frímann Guðmundsson, bóndi á Efstalandi í Öxnadal, og Margrét Egedía Jónsdóttir frá Laugalandi á Þelamörk og var Anna næstyngst fjögurra barna þeirra. Foreldrar Sigfúsar voru hjónin Guðrún Ingibjörg Sigfúsdóttir og Sigmundur Jónsson sem bjuggu í Gunnhildargerði og var Sigfús langyngstur níu barna þeirra. Bræður Sigmundar: Baldur Frímann Sigfússon, f. 4. maí 1939, og Rúnar Ingimar Sigfússon, f. 10. janúar 1949, d. 5. október 2010. Kona Baldurs er Halldóra Þorbjörg Halldórsdóttir. Ekkja Rúnars er Björg Østrup Hauksdóttir.

Fyrri eiginkona Sigmundar var Ingibjörg Benediktsdóttir

...