Eftir Halldór Gunnarsson: „Eigum við að vera stolt af því að ríkið hirði af eldri borgurum árlega um 28 milljarða vegna skerðinga á greiðslum TR til þeirra?“
Halldór Gunnarsson
Halldór Gunnarsson

Þeir eldri borgarar, sem eru að berjast fyrir áunnum réttindum sínum og einnig fyrir kjörum þeirra sem minnst hafa sér til lífsbjargar, virðast engum árangri geta náð við ríkisstjórnir og ráðherra allt frá 2012, þrátt fyrir skrifleg loforð og fyrirheit um bætur fyrir hverjar kosningar, nema með því að hefja dómsmál við íslenska ríkið og Tryggingastofnun til að fá að njóta lagaverndar og réttinda.

Fyrsta dómsmál

Það er hafið og fjallar um ólögmæti skerðinga greiðslna TR á móti lífeyrissjóðsgreiðslum. Fyrsta lota vannst, þegar héraðsdómari hafnaði frávísunarkröfu ríkisins. Grái herinn þurfti langan undirbúning og fjársöfnun til að hefja málið með þremur félagsmönnum sínum sem standa formlega að málinu, og mun vafalaust þurfa að sækja málið fyrir öllum dómstigum landsins, og ef það tapast, þá einnig erlendis.

Annað dómsmál

Það mál myndi varða...