Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Á fimmtudaginn næsta mun Brandr vörumerkjastofa veita bestu íslensku vörumerkjunum 2020 viðurkenningu í fjórum flokkum, en að sögn Friðriks Larsen, dósents við Háskóla Íslands og eiganda Brandr, er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem slíkar viðurkenningar eru veittar. Verðlaunahátíðin verður haldin á netinu en vörumerkin eru flokkuð eftir fyrirtækjamarkaði og einstaklingsmarkaði og stærð fyrirtækja, hvort þar starfi fleiri eða færri en 50 manns. Vörumerkin tuttugu og átta sem tilnefnd hafa verið má sjá á myndinni hér til hliðar.

Ákveðin aðferðafræði

„Við erum að leita að besta íslenska vörumerkinu út frá ákveðinni aðferðafræði. Þegar veittar eru svona viðurkenningar eru ýmsir mælikvarðar notaðir eins og NPS-kvarðinn eða ánægjumælingar. Þetta eru ágætar leiðir en þær mæla ekki styrkleika vörumerkis í huga fólks, eins og

...