Ágúst Ásgeirsson

agas@mbl.is

Víðtækt flugbann var í gær og fyrradag sett á Boeing-777-flugvélar í framhaldi af því að annar hreyfillinn á einni þotu United Airlines af þessari gerð sprakk í tætlur skömmu eftir flugtak í Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum á laugardag. Nær bannið til B-777 með Pratt & Whitney-hreyfla en flugmönnum United-þotunnar tókst að snúa við og lenda aftur heilu og höldnu í Denver án þess að nokkurn sakaði um borð.

Mælti Boeing með banni við flugi 777-flugvéla um heim allan með hina tilteknu hreyfla. Náði það til samtals 128 flugvéla United í Bandaríkjunum, ANA og JAL í Japan og Asiana Airlines í Suður-Kóreu. Yfirvöld í viðkomandi löndum lögðu einnig blátt bann við notkun flugvélanna þar til rannsókn væri lokið á ástæðum þess að kviknaði í hreyflinum og hann sprakk. Í myndbandi sem tekið var innan úr þotunni mátti sjá loga í hægri hreyflinum sem vaggaði á vængfestingunum. Um borð voru

...