Í íslenskum skólum er gríðarlegur kraftur og vilji til góðra verka, bæði meðal nemenda og starfsfólks. Við viljum samt alltaf gera betur og þar vinnur margt með okkur. Þekking á skólastarfi hefur aukist, rannsóknir eru betri og fleiri, tæknin skapar tækifæri. Staða og námsárangur lesblindra barna er eitt þeirra mála sem hafa verið mér hvað hugleiknust frá því ég tók við embætti mennta- og menningarmálaráðherra árið 2017. Ég trúi því af öllu hjarta að læsi sé lykillinn að lífsgæðum og endurspegli hæfni okkar til að skynja og skilja umhverfið og samfélagið á gagnrýninn hátt. Þess vegna leggjum við höfuðáherslu á að efla læsi, og á mikilvægi þess að mæta öllum nemendum sem glíma við lesblindu og lestrarörðugleika. Skilningur á eðli lesblindu og áhrifa hennar hefur aukist og það viðhorf fer hverfandi að sumir geti einfaldlega ekki lært. Það er skylda og vilji stjórnvalda að hjálpa öllum börnum að finna leið til þess að læra, vaxa og blómstra.

Það dugar

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir