Páll Vilhjálmsson kennari og bloggari hefur sett fingurinn á óefnið sem grunnnám þjóðarinnar stefnir hraðbyri í. Og þar með er framhald sett í uppnám. Komi drengir litlu bættari úr grunnnáminu er fjandinn laus í framhaldinu:

Grunnskólinn er kvennaskóli, sé tekið mið af kennarastéttinni. Um 90 prósent kennara eru konur, já níu af hverjum tíu.

Aðeins einn karlkennari fyrir hverja níu kvenkennara. Drengjum er kennt, bæði beint og óbeint, að menntun sé fyrir stúlkur.

Kvenlægar kennsluaðgerðir, s.s. „yndislestur“ eru ráðandi eins og við er að búast í kvennaskóla. Útkoman er fyrirsjáanleg, eins og meðfylgjandi ber með sér. Einungis þriðjungur þeirra sem útskrifast úr háskóla er karlar.

Munurinn eykst þegar litið er til framhaldsnámsins. Karlar eru í miklum minnihluta þeirra sem útskrifast með meistara- og doktorspróf. Gjaldfall menntunar blasir við.

Háskólastéttir, sem óðum

...