Dagmál

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Á næstu 13 árum hyggjast ríkissjóður og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verja 120 milljörðum króna í uppbyggingu samgöngukerfisins á svæðinu. Af þeirri fjárhæð munu um 50 milljarðar króna fara í uppbyggingu svokallaðrar borgarlínu eða BRT-kerfis (BRT: e. Bus Rapid Transit.). Þá er stefnt að 52,2 milljarða fjárfestingu í stofnvegum, 8,2 milljarða í hjólastígum, göngubrúm og undirgöngum og 7,2 milljarða fjárfestingu í umferðarstýringu og öryggisaðgerðir.

Ekki fara í bútasaum

Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. sem halda mun utan um uppbygginguna á komandi árum.

Hann er gestur Dagmála og segir aðspurður að hugmyndir sem viðraðar hafa verið um „léttútgáfu“ af BRT-kerfi séu ekki fýsilegar fyrir uppbygginguna framundan. Í þeim hugmyndum er gengið út frá því að byggja á grunni

...