Eftir Guðlaug Þór Þórðarson: „Staðreyndin er sú að við eigum aðild að sérsniðnum samningi sem hentar hagsmunum Íslands afar vel. Engin þörf er á inngöngu í tollabandalag ESB-ríkja.“
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson

Margir héldu eflaust að um snemmbúið aprílgabb væri að ræða þegar greint var frá því á síðasta degi marsmánaðar að þingflokkur Viðreisnar hefði lagt fram tillögu til þingsályktunar um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu.

Ein helsta hindrunin í vegi þeirra sem ekkert þrá heitar en inngöngu Íslands í tollabandalag Evrópusambandsins með fullri aðild að sambandinu er samningurinn um evrópska efnahagssvæðið sem þjónað hefur hagsmunum Íslands ákaflega vel í ríflega aldarfjórðung. Kostur EES-samningsins fyrir okkur Íslendinga felst ekki síst í því að hann tekur til þess kjarna í samstarfi Evrópusambandsríkjanna sem lýtur að frjálsum viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn, sem og frjálsri för fólks, en bindur ekki hendur okkar þegar kemur að öðrum samstarfssviðum ESB. Ef EES-samningsins nyti ekki við ættu sjónarmið þeirra sem ólmir vilja inn í tollabandalagið greiðari leið að íslensku þjóðinni. Og það er einmitt ástæðan fyrir því að

...