Gunnar Þór Þórarinsson
Gunnar Þór Þórarinsson

Þrátt fyrir að Brexit breyti ýmsu um tengsl Íslands og Bretlands, þá felast fjölmörg tækifæri fyrir Íslendinga í nýju umhverfi. Þetta er meðal þess, sem fram kemur í grein, sem Gunnar Þór Þórarinsson, íslenskur lögmaður í Lundúnum, ritar í Morgunblaðið í dag.

Þar rekur hann helstu áhrif Brexit á samskipti landanna og hvað megi bæta. Þar á meðal nefnir hann fríverslunarsamning ríkjanna og annað nánara samstarf.

Gunnar Þór minnir á að Lundúnir séu enn sem áður ein helsta viðskiptaborg heims, en á milli Íslands og Bretlands séu gömul og gróin tengsl, sem rétt sé að rækta og treysta. Nú sé lag til þess. 32