Á förum Alþingismennirnir Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson stinga saman nefjum fyrir utan Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.
Á förum Alþingismennirnir Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson stinga saman nefjum fyrir utan Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. — Morgunblaðið/Hari

Baksvið

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Páll Magnússon, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, greindi frá því um liðna helgi, að hann ætlaði ekki að gefa kost a sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í komandi mánuði. Hann ætlaði að segja skilið við stjórnmálin að sinni.

Þetta kom flatt upp á marga, þar sem Páll hafði fyrir ekki löngu greint frá því að hann sæktist áfram eftir oddvitasætinu og engan bilbug á honum að finna.

Hann sagðist raunar hafa komist að þessari niðurstöðu innra með sér um síðustu áramót, en samt ákveðið að hugsa það áfram í þrjá mánuði áður en hann tæki endanlega ákvörðun ef eitthvað skyldi nú breyta afstöðu sinni um það. Það hafi ekki gerst.

Ástæðuna sagði hann aðallega hafa verið þá að áhuginn hafi dofnað og neistinn kulnað.

Það er sjálfsagt rétt, en ekki verður þó hjá því litið að Páll hefur á

...