Loo Eng Wah
Loo Eng Wah

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Þessi bið hlýtur að hafa einhver áhrif en ég tel þó ekki að hann sé af baki dottinn,“ segir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings ytra, spurður um stöðu mála á uppbyggingaráformum Malasíumannsins Loo Eng Wah í sveitarfélaginu.

Loo hyggst koma á fót ferðaþjónustu í landi Leynis 2 og 3 í Landsveit en áformin hafa verið umdeild. Nýverið felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir þar skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun mun því ákvarða á ný hvort þörf sé á umhverfismati á svæðinu og segir Haraldur Birgir aðspurður að Loo sé nú að taka saman gögn fyrir Skipulagsstofnun sem verði metin. Hefur meðal annars verið ráðist í rannsóknir á jarðvegi að Leyni af þessum sökum.

Þá hefur hópur landeigenda í nágrenni Leynis 2 og 3 nýverið kært þá

...