Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem nikótínvörur svo sem nikótínpúðar verða felldir undir sömu lög og reglur og gilda um rafrettur og áfyllingar fyrir þær.

Gagnrýnt hefur verið, m.a. af Krabbameinsfélaginu, að nikótínpúðar hafi um árabil verið markaðssettir og seldir án allra takmarkana eða eftirlits. Lagt er til í frumvarpi ráðherra að sömu reglur gildi um aldurstakmark fyrir kaup og sölu á nikótínvörum og þegar gilda um rafrettur og áfyllingar fyrir þær, „þannig að einungis einstaklingum 18 ára og eldri verði heimilt að kaupa nikótínvörur og sama gildi um þá sem selja nikótínvörur. Lagt er til að óheimilt verði að hafa á umbúðum nikótínvara texta eða myndmál sem geti höfðað sérstaklega til barna og ungmenna, meðal annars með myndskreytingum eða slagorðum, og þannig hvatt til neyslu nikótínvara, en hið sama gildir í dag um rafrettur og áfyllingar fyrir þær. Lagt er til að kveðið verði á um að tryggt sé að nikótínvörur séu

...