Jón Magnússon
Jón Magnússon

Freyr Bjarnason

Andrés Magnússon

Ómar R. Valdimarsson og Jón Magnússon, lögmenn fólks sem var gert að sæta dvöl í sóttvarnahúsi, eru báðir vonsviknir yfir því að ekki hafi komið fram efnisdómur í Landsrétti vegna málsins. „Ég er sannfærður um hvernig það hefði farið. Það liggur ljóst fyrir miðað við hvernig niðurstaða héraðsdómara var,“ segir Jón.

Um var að ræða fjögur aðskilin mál en þeim var öllum vísað frá vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. Dómur héraðsdóms er því enn í gildi.

„Þetta var það sem maður bjóst við að myndi gerast, því miður. Það hefði verið æskilegt að fá efnisdóm Landsréttar um málið því þá værum við komin með klárt fordæmi,“ segir Jón og bætir við að eftir standi úrskurður héraðsdóms. „Þá sér maður ekki að heilbrigðisráðherra eða sóttvarnalæknir geti vikið sér undan því að meðhöndla mál á þeim grundvelli að þarna liggi fyrir niðurstaða sem hafi ekki verið hnekkt og verði að

...