Freyr Bjarnason

freyr@mbl.is

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum sem sent verður heilbrigðisráðherra í kjölfar frávísunar Landsréttar á kæru sóttvarnalæknis vegna úrskurðar héraðsdóms um að ólögmætt sé að skylda fólk í sóttvarnahús. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Um var að ræða fjögur aðskilin mál en þeim var öllum vísað frá vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. Dómur héraðsdóms er því enn í gildi. „Við munum í sameiningu freista þess að ná þeim árangri eftir sem áður að takmarka líkur á smitum á landamærunum. Það er markmið og vonandi finnum við góðar leiðir til þess, en þær útiloka samt sem áður ekki að við þurfum að leita leiða til að bæta lagaumhverfið,“ segir Svandís.

Spurð hvort nýtt frumvarp verði lagt fram um sóttvarnahús segir hún fyrstu skrefin vera þau að fara yfir stöðuna á grundvelli gildandi laga. „Það skiptir máli að ný reglugerð

...