Halldór S. Guðmundsson
Halldór S. Guðmundsson

Heilbrigðisráðherra hefur falið Halldóri S. Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar, að vinna drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030. Stefnumótun á þessu sviði verður umfjöllunarefni heilbrigðisþings ársins 2021 sem heilbrigðisráðherra efnir til þann 20. ágúst næstkomandi.

Er Halldóri m.a. ætlað að horfa til heildarskipulags þjónustu við aldraðra, samþættingar milli heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu og þverfaglegs samstarfs á milli þessara þjónustustiga. Hafa á samráð við stjórnendur sem og notendur öldrunarþjónustu og aðstandendur þeirra.